Áhugamannahópur um Módelteiknun

[English version below]

Kæru áhugamenn um módelteiknun.

Við erum sjálfar áhugamenn um módelteiknun og höfum stofnað til hóps í þeim tilgangi að hittast og teikna. Hópurinn er öllum opin, bæði byrjendum og lengra komnum.

Við ætlum að hittast í Listaháskólanum, Laugarnesi á miðvikudagskvöldum klukkan sjö og teikna í tvo tíma, með stuttri pásu á milli. Byrjað er á stuttum pósum en svo teiknum við eina til þrjár lengri pósur í kjölfarið. Hvert skipti kostar 1.000 krónur.

Við ætlum að hafa dálitla breidd og tilbreytni á teiknikvöldunum, bæði hvað varðar módelin og aðferðir og kennslu. Í flestum tilfellum verður þó nakið módel en einnig kemur til greina að teikna dansara. Sömuleiðis ætlum við að miðla til ykkar ýmsum aðferðum teikninga til að bæta hæfileika og auka fjölbreitni, svo í hvert skipti prufum við eitthvað nýtt.

Ef þig vantar ábendingar um hvaða áhöld og efni þú gætir notað eða hvað svo sem þér dettur í hug, ekki hika við að senda okkur fyrirspurn. Við munum hafa eitthvað af pappír og kolum ef svo ber undir.

Markmiðið er að eiga saman notalega kvöldstund.

Ef þig langar að vera með sendu þá póst á tölvupóstfangið modelteiknihopur@gmail.com. Það er rými fyrir um 15 teiknara í hvert skipti.

Við hlökkum til að heyra í ykkur,
Jóhanna Björk og Rakel

------

Next Wednesday, between 19.00 and 21.00, we are starting a weekly life-model-drawing class. We are located at the Icelandic Academy of Arts, Fine Arts Department at 91 Lauganesvegur, first floor. Busses no 5 and 12 stop nearby.
We start at 19.00 and it is important to be ready at that time because we lock the door while we are drawing.
We draw for two hours, with a short coffee, tea and biscuit-brake in-between. We start with short poses but follow with one to three longer poses.
The class is suitable for everyone, beginners and the more advanced.
Price per drawer is 1.000 kr.
Every week, before the weekend, we send an email about the following week's class. To attend you must sign up via our mailing-list, modelteiknihopur@gmail.com. Note that because of limited spaces you must wait for a confirmation.
Further information can be found on our Facebook-group and on the groups webpage modelteiknihopur.blog.is.

We are looking forward to seeing you.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband